Í stað þess að gera formlegt mat var ákveðið að skipaður yrði starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins sem mun vakta kostnaðarbeytingar sem verða við breytingar á byggingarreglugerð .

Í umsagnarferli um reglugerðina fóru Samtök sveitarfélaga fram á kostnaðargreiningu. Samtök Iðnaðarins (SI) hafa einnig krafist þess að slíkt verði gert. Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður SI, segir að SI og og Búseti hafi sameiginlega sent bréf til Mannvirkjastofnunar í marsmánuði sl. og bent á að stjórnvöldum sé skylt að kostnaðargreina öll frumvörp og reglugerðir áður en þau verða að lögum.

Enn fremur hefur Mannvirkjastofnun verið send hönnunargögn að fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2008 þegar fyrri reglur voru í gildi. Óskað var eftir því að reiknað yrði út hver áætlaður kostnaður væri og hverju þyrfti að breyta miðað við núgildandi reglur. Svar barst í síðustu viku þar sem tilkynnt var að SI mættu vænta fundar og svars vegna málsins á næstu dögum. „En við erum að missa þolinmæðina og komin í startholurnar með að týna þetta til sjálf. Við vildum að opinberir aðilar upplýstu sjálfir um breytingarnar,“ segir Friðrik.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.