Það getur verið kostnaðarsamt að reka matarvagn. Vagninn sjálfur getur kostað nokkrar milljónir. Einnig þarf að fá tilskilin leyfi. Óskar Ísfeld Sigurðsson, heilbrigðisfulltrúi og deildarstjóri Matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins sem gildir til 12 ára fyrir matarvagna kosti rúmar 27 þúsund krónur. Svo þarf að greiða fyrir eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins þegar það kemur í heimsókn. Óskar segir að tímagjaldið sé rúmar 11 þúsund krónur og eftirlitið, ásamt tengdri vinnu, taki venjulega tvo og hálfan tíma, því má áætla að kostnaður vegna eftirlitsins sé rúmar 27 þúsund krónur.

Viðkomandi þarf einnig staðsetningarleyfi hjá götu og torgsölunefnd borgarinnar sem kostar milli 50 og 250 þúsund krónur á ári. Einnig fylgir kostnaður við að tengja vagninn við rafmagn og reka hann sem fer eftir því hvað verið er að selja, sumir þurfa kæli eða heitt vatn, aðstöðu til handþvottar og til að þvo áhöld.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .