Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Rekstrarkostnaður kerfisins er nokkuð hár og tækifæri til hagræðingar eru til staðar, segir Fjármálaeftirlitið (FME) sem fjallað um hálfsársuppgjör bankanna á blaðamannafundi í dag. FME segir þó ljóst að kostnaðarsamt sé fyrir fjármálamarkaðinn að endurskipuleggja skuldir í svo miklum, sem raun ber vitni hér á landi. Í þekktum bankakreppum hliðstæðum þeirri íslensku, þó ekki jafn kerfislega stórum, hafi það tekið bankakerfið um 3 til 5 ár að vinna sig út úr erfiðleikunum.

FME segir kostnað bankanna enn of háan. „Gera má ráð fyrir að það nái ekki raunverulegum viðsnúningi í lækkun kostnaðar fyrr en endurskipulagningu útlána er að mestu leyti lokið. Smæð íslenska markaðarins gerir bönkunum erfitt fyrir að ná fram  stærðarhagkvæmni  nema að enn frekari sameiningar verði," segir FME í erindi sem lesa má hér .