Hagnaður stóru bankanna þriggja, Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka, nam samtals um 17,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var samanlagður hagnaður þeirra 21,3 milljarðar. Ef litið er til heildartekna voru þær 38,5 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012.

Bankarnir hafa allir skilað uppgjörum fyrir fyrsta ársfjórðung. Hagnaður tímabilsins var mestur hjá Landsbankanum, eða 7,7 milljarðar. Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi var um 7,6 milljarðar. Skömmu eftir að afkoman lá fyrir var tilkynnt um niðurskurðaraðgerðir þar sem útibúum var lokað og starfsmönnum fækkað um 50.

Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu stærðir í uppgjöri bankanna á síðasta ársfjórðungi. Þess ber að geta að samanburður milli banka getur í einhverjum reiknistærðum verið varasamur þar sem bankarnir notast við mismunandi reikniaðferðir í sömu liðum. Misræmið hefur meðal annars Bankasýslan gagnrýnt, sem árlega gefur út skýrslu um uppgjör bankanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.