Kostnaður Framtakssjóðs Íslands á síðasta ári nam samtals um 290 milljónum króna. Kostnaðurinn skiptist í stjórnunarkostnað og beinan kostnað vegna fjárfestinga, samkvæmt ársreikningi félagsins sem var birtur í dag . Beinn kostnaður vegna fjárfestinga nam um 208,5 milljónum króna.Stjórnunarkostnaður félagsins var 80 milljónir.

Í ársreikningi Framtakssjóðs Íslands GP (FSÍ GP), sem er rekstrarfélag FSÍ, kemur fram að laun starfsmanna á síðsta ári námu tæplega 29 milljónum króna. Stöðugildi voru fjögur  Laun Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra um 12,3 milljónum. Laun stjórnar á síðasta ári voru um 6,8 milljónir. Í stjórninni sitja sjö manns.

Bókfært verð 29,2% hlutar FSÍ í Icelandair Group er metin á um 4,6 milljarða króna í árslok 2010. Það er eina eign sjóðsins í árslok en kaup á Vestia eignarhaldsfélagi voru ekki samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrr en í janúar á þessu ári.