Hönnunarforsendur tengivirkisins við Búðarháls voru endurskoðaðar frá grunni til að lækka framkvæmdakostnað. Kostnaður við gerð tengivirkisins varð á endanum helmingi lægri en áætlað var í upphafi.

„Búðarhálstengivirkið er það fyrsta sinnar tegundar í nýrri kynslóð tengivirkja hjá Landsneti sem eiga að draga úr rekstrarkostnaði, auka rekstraröryggi og minnka jafnframt umhverfisáhrif slíkra mannvirkja. Virkið er með yfirbyggðri skel sem eykur bæði rekstraröryggi og endingu búnaðar. Það er búið tveimur 220 kílóvolta (kV) DCB aflrofum - en það er mun hagkvæmari tæknibúnaður en upphaflega var gert ráð fyrir að nota", segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

VB Sjónvarp ræddi við Þórð Guðmundsson, forstjóra Landsnets.