Vodafone náði bestu EBITDA ársfjórðungsniðurstöðu í sögu félagsins á þriðja ársfjórðungi þessa árs en það var betri niður- staða en margir höfðu búist við. Það var helst lækkun á kostnaðarverði seldra vara um 10% á ársfjórðungnum sem útskýrir niðurstöðuna en tekjusamdráttur var á tímabilinu.

„Þriðji ársfjórðungur í fyrra var besti ársfjórðungur hvað EBITDA varðar, það kom okkur því nokkuð á óvart að félagið skyldi skila enn betri framlegðartölum núna,“ segir Elvar Möller hjá Greiningardeild Arion banka. „Það er þríþætt ástæða fyrir því að kostnaðarverðið er að lækka svona mikið. Í fyrsta lagi eru þetta áhrif vegna lækkunar á lúkningagjöldunum. Í öðru lagi voru afskriftir að lækka á milli ára og í þriðja lagi skýrist lækkunin af hagstæðari samningum við birgja félagsins.“

Að sögn Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu bendir rekstrarniðurstaða Vodafone það sem af er ári til betri rekstr- ar fyrirtækisins yfir lengri tíma. „Þeir eru að lækka kostnaðarhlutföll hjá sér og er nokkuð sennilegt að þeir séu að ná þessum árangri til lengri tíma. Mér sýnist að á fimm árum hafi þeir náð að lækka kostn- aðarverð seldra vara um 9% sem hlutfall af tekjum sem er mikill árangur á stuttum tíma,“ segir Jóhann.

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .