*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 2. janúar 2017 15:10

Kostnaður á raforkusölu ON hækkar

Kostnaður á raforkusölu ON hækkar um 7,4% en gjöld fyrir raforkudreifingu og kalt vatn hjá Veitum lækkar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á raforkusölu ON hækkar um 7,4% eða um um 208 krónur og nokkuð er um breytingar á verði grunnþarfa. Breytingar á rafmagnskostnaði geta gert það að verkum að algengur mánaðarlegur rafmagnskostnaður heimilis hækki um rúmar 100 krónur, eða 1,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Þó lækka gjöld fyrir raforkudreifingu og kalt vatn hjá Veitum, dótturfyrirtæki OR.

„Algengur heildarkostnaður fyrir rafmagn hjá heimili sem er á dreifisvæði Veitna og  kaupir rafmagn af Orku náttúrunnar hækkar um 104 krónur á mánuði. Um leið og dreifihlutinn lækkaði þá vega á móti hækkaður flutningskostnaður Landsnets 1. desember síðastliðinn og hækkun á söluhluta ON. ON, dótturfyrirtæki OR sem starfar á samkeppnismarkaði, framleiðir sjálft um helming þeirrar raforku sem fyrirtækið selur á almennum markaði og kaupir hinn helminginn í heildsölu. Kostnaðarhækkanir hafa orðið hjá ON og gagngerar breytingar á kjörum í innkaupum eru ON óhagstæðar,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Ef litið er á skýringarmynd sem fylgir tilkynningunni frá OR, er hægt að sjá að raforkusala á mánuði með opinberum gjöldum miðað við 4.800 kWst notkun á ári. Hægt er að skoða málið nánar hér.

Stikkorð: OR raforka Veitur Gjöld ON