Kostnaður ríkissjóðs vegna uppbyggingar í tengslum við byggingu kísilvers á Bakka gæti orðið samtals 3,4 milljarðar króna, að því er kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins með frumvörpum um fjármögnun verkefnisins. Ríkisútvarpið segir frá .

Tæplega tveggja kílómetra vegtenging frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu, líklegast göng um Húsavíkurhöfða, er metin á 1,8 milljarða, víkjandi lán vegna vegna stækkunar og dýpkunar Húsavíkurhafnar um 820 milljónir.

Þá er talað um að ríkissjóður taki þátt í framkvæmdum við að undirbúa iðnaðarlóð vegna Kísilvers á Bakka. Lóðin sú er brött og erfið, kostnaðarþak sett á framlag ríkisins til að jafna hana um 540 milljónir. Styrkur frá ríkinu til þýska félagsins PCC vegna þjálfunar starfsfólks verður hátt í 240 milljónir króna.

Þá segir í frétt RÚV að tekjumissir sveitarfélagsins Norðurþings og hafnarsjóðs vegna afslátta af gjöldum og ríkissjóðs vegna skattaívilnana nemi umtalsverðum fjárhæðum, geti orðið vel á þriðja milljarð.