Samgönguáætlun 2015-2018 liggur fyrir Alþingi. Þar er kostnaður við jarðgöng undir Húsavíkurhöfða metinn á 3.100 milljónir og hefur hann hækkað um 1.300 milljónir frá fyrstu áætlunum.

Í athugasemdum við frumvarp vegna innviðauppbyggingar á Bakka eru jarðgöngin sögð forsenda þess að unnt verði að laða iðnfyrirtæki til svæðisins. Þegar tekjutap vegna skattaafsláttar, þjálfunarstyrkur starfsfólks, styrkur vegna lóðaframkvæmda og útgjöld vegna innviðauppbyggingar séu tekin saman virðist ívilnanir ríkisins vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka, sér í lagi vegna kísilvers PCC, vera orðnar á bilinu 5,7-6,2 milljarðar. Þá er miðað við þær forsendur sem birtast í frumvörpum um ívilnanirnar og nýjasta matið á kostnaði við jarðgöngin.