Að sögn forsvarsmanna Iceland Express og Icelandair Group er nær útilokað að gosið í Grímsvötnum muni hafa jafn mikil áhrif á rekstur flugfélaganna og gosin í Eyjafjallajökli í fyrra. Beint fjárhagslegt tap Icelandair Group vegna þess goss var 1,5 milljarðar króna og tap Iceland Express var um 200 milljónir.

Ekki liggur fyrir hvert tap hagkerfisins var vegna afbókana ferðamanna hingað til lands í fyrra, en leiða má að því líkur að það hafi numið milljörðum króna. Þrátt fyrir eldgosið hefur ekki mikið borið á afbókunum fyrir sumarið, að sögn forsvarsmanna flugfélaga og aðila í ferðaþjónustu.

Nánar er fjallað um afleiðingar gossins í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.