Kostnað við ráðherraskipti í tíð þessarar ríkisstjórnar er að sögn forsætisráðherra aðeins að finna í biðlaunum sem myndast við ráðherraskiptin. Þau nema á tímabilinu 9.137.724 milljónum króna og launatengd gjöld 2.079.715 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur. Jóhanna segir jafnframt að sparnaður í launakostnaði ráðherra nemi 41.560.597 milljónum króna á árinu vegna fækkunar ráðherra úr tólf í átta. Þá reiknast henni svo til að árlegur sparnaður í launakostnaði muni framvegis nema 27.706.998 milljónum króna miðað við núverandi launakjör ráðherar.

„Ekki verður séð að ráðherraskiptum fylgi beinn aukinn kostnaður fyrir ríkið vegna eftirlaunaréttar ef frá er talið mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð á biðlaunatíma sem er innifalið í tilgreindum kostnaði vegna biðlauna,“ segir Jóhanna.