Frá því að kostnaðaráætlun sem stjórnvöld og lífeyrissjóðir kynntu í nóvember 2009 um byggingu nýs Landspítala hefur bæst við kostnaður upp á 12,5 milljarða króna, að því er segir í frétt Morgunblaðsins.

Þá hljóðaði áætlunin upp á 51 milljarð króna, sem framreiknuð er um 60 milljarðar króna. Í áætluninni 2009 var ekki gert ráð fyrir bílastæðaog skrifstofuhúsi fyrir fimm milljarða, fjórir milljarðar hafa bæst við í áætluð tækjakaup, tveir milljarðar í stækkun húsnæðis vegna tæknikerfa og 1,5 milljónir í áfallinn kostnað við verkefnið frá 2009.

Samanlagður heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala er nú metinn á 85 milljarða króna, samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun opinbers hlutafélags um spítalann. Inni í því er fjármagnskostnaður upp á 20 milljarða, en búið að taka tillit til sölu eigna upp á 8,5 milljarða.