Miðað við áætlanir mun HM 2014 í Brasilíu kosta jafnvirði tæpra 1.600 milljarða íslenskra króna. Það er ríflega þrisvar sinnum meira en kostaði að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku. Þetta verður langdýrasta heimsmeistaramótið sem haldið hefur verið enda hafa fjárútlát farið langt fram úr áætlunum. Þetta er samt ekki dýrasta keppnin sem haldin hefur verið því. Sú dýrasta er enska úrvalsdeildin þegar litið er til sölu útsendingarréttar.

VÍB , eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur fjallað um HM í Brasilíu frá ýmsum hliðum síðustu daga.

Þar segir m.a. að reiknað er með að HM í Rússlandi eftir fjögur ár verði enn dýrara eða í kringum 2.000 milljarðana. Þar hafa heldur engar áætlanir staðist og eru þær tvöfalt nú en þegar plönin voru gerð fyrir fjórum árum.