Miðað við núverandi ádrátt lána í tengslum við samtarf íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nemur kostnaður um 51 milljón evra.

Það jafngildir um 8 milljörðum íslenskra króna eða 0,5% af vergri landsframleiðslu.

Miðað við fullan ádrátt lána er upphæðin um tvöfalt hærri. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er áætlaður vaxtakostnaður láns frá Færeyjum lægstur, eða 1,0%.

Vaxtakostnaður láns frá Póllandi er 2,0%, 3,3% á láni Norðurlandanna og 2,3% á láni AGS.

Í tölum Seðlabankans er reiknaður hreinn vaxtakostnaður og vaxtatekjur því dregnar frá vergum vaxtakostnaði. Til að mynda eru vaxtatekjur færeyska lánsins áætlaðar út frá dönskum ríkisbréfum sem voru 1,0% lægri en vaxtakjör lánsins.