Kostnaður við aðalbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur er um 225 þús kr. á fermetra eða 3.264 milljónir á verðlagi hvers árs en húsið er 14.217 fermetrar. Á verðlagi í janúar 2003 samsvarar byggingarkostnaður aðalbyggingar 3293,5 kr kr. Kostnaðaráætlun var 2676 kr. á sama verðlagi þegar tekið hefur verið tillit til stækkunar á húsinu sem var um 1000 m2. Hækkun byggingarkostnaðar frá upphaflegri kostnaðaráætlun var því 31,9% að meðtöldu bílastæðahúsi.

Í aðalbyggingu eru hýstar skrifstofur allra eininga annarra en framkvæmdasviðs. Þá er í aðalbyggingu mötuneyti, skjalasafn og starfsmannaaðstaða fyrir allt fyrirtækið. Auk þess hýsir aðalbygging stjórnstöðvar, vararafstöðvar, tölvumiðstöð OR, kennslu og fyrirlestrasali, afgreiðslu og þjónustuver. Kostnaður skiptist þannig niður á einstakar einingar:

Bílastæðahús

Bílastæðahús er 2.905 fermetrar og þar eru 165 stæði ásamt aðstöðu fyrir spilliefni ofl. Kostnaður við bílastæðahús er um 141 milljón króna.

Lóð

Kostnaður við lóð er um 178 milljónir króna.


Norðurhús

Norðurhús er 4.945 fermetrar og hýsir skrifstofur framkvæmdasviðs ásamt verkstæðum, aðstöðu vinnuflokka, tækjageymslur, daglager og fleira. Kostnaður við breytingar á Norðurhúsi er um 125 milljónir. Norðurhúsið var keypt árið 1999 fyrir 397 milljóna kr.

Tengibygging

Tengibygging er 695 fermetrar og tengir saman Norðurhús við aðalbyggingu ásamt því að vera aðstaða fyrir vinnuflokka til að skipuleggja verk ofl. kostnaður við tengibyggingu er um 151 milljón króna.

Ef talinn er saman allur kostnaður við alla aðstöðu, sem eru um 22700 m2, og lóð er kostnaður á fermetra 180 þús kr. og heildarkostnaðurinn 4257 milljónir. Í höfuðstöðvunum á Bæjarhálsi koma til með að starfa um 500 manns.

Rétt er að hafa í huga að fyrri höfuðstöðvar allra fyrirtækjanna þriggja sem mynduðu Orkuveitu Reykjavíkur, sem voru á 4 stöðum í borginni, voru seldar fyrir 1840 milljónir (2 og voru 23.000 fermetrar og þar var aðstaða víða orðin léleg. Þannig var stór hluti af starfseminni í gömlum bröggum í mismunandi ásigkomulagi, sumum lekum. Ljóst var að byggja yrði yfir þá starfsemi sem í þeim var. Þá var ljóst að endurnýja yrði tölvulagnir og rafmagnslagnir á Grensásvegi, Suðurlandsbraut og Eirhöfða til að mæta nýjum kröfum í gagnaflutningi og auknu álagi á rafkerfi frá tölvum. Þá hafði verið teiknuð nýbygging til að koma starfsmannaaðstöðu og fleiru í viðunandi horf á Eirhöfða sem hætt var við þegar ákveðið var að fara í byggingu nýrra höfuðstöðva.