*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 20. júlí 2013 13:05

Kostun á Íslandi

Kostun hvarf að mestu leyti fyrst eftir hrun. Nú nokkrum árum eftir hrun reyna fyrirtæki að endurverkja fyrirbærið.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Flestir hafa óljósa hugmynd um hvað kostun er, en skilgreiningin er þó hvorki skýr né mótuð hér á landi. Kostun er almennt skilgreind sem einhvers konar stuðningur eða samstarf, þar sem fyrirtæki styrkja eða taka þátt í fjármögnun ýmissa verkefna eða stofnana sem að öðru leyti eru á vegum hins opinbera eða á eigin vegum. Slíkur stuðningur getur verið í gegnum sjóði eða beint frá fyrirtækjunum í formi samstarfs og eru þá oft hluti af markaðsvinnu viðkomandi fyrirtækja. Gerð verður tilraun í þessari úttekt til að skoða kostun, einkum menningarviðburða, þótt margt megi einnig heimfæra á kostun góðgerðaverkefna og íþrótta.

Fyrst eftir hrun má segja að kostun hafi horfið að mestu leyti, einkum á menningarsviðinu. Nú nokkrum árum eftir hrunið hafa fyrirtæki, þ.e. þau sem eru nú að rétta úr kútnum og komast á góðan rekstrargrunn, reynt að endurvekja fyrirbærið kostun. Það er einnig til nokkurs að vinna fyrir þessi fyrirtæki, því traust á viðskiptaháttum og á fyrirtækjarekstri hér á landi, hefur verið í lágmarki. Ekki síst hafa bankarnir, sem leiddu á vissan hátt bruðlið sem oft sást fyrir hrun, lagt sig fram við að móta nýja nálgun í kostun í samræmi við aukna samfélagslega ábyrgð bankanna. Þannig tengist umræða um kostun þeirri viðleitni fyrirtækja og banka að freista þess að fá á ný traustan sess í samfélaginu og taka þátt í því á margvíslegan máta.

Nánar er fjallað um kostun í Evrópu og á Íslandi fyrir hrun í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð

Stikkorð: Kostun