Aðgengi að kotasælu frá Mjólkursamsölunnar hefur verið með minna móti á síðustu dögum, og kotasælan verið ófáanleg í nokkrum verslunum. Að sögn Aðalsteins H. Magnússonar, sölustjóra MS, þurfti að taka kotasælu úr sölu um síðustu helgi þar sem tiltekin framleiðsla stóðst ekki gæðakröfur. Því hafi verið erfiðara en ella að fá vöruna.

„Við tókum kotasæluna úr dreifingu sem bjó til smá gat. Verið er að framleiða upp í það og klárast vonandi í vikunni,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að þeir sem hafi keypt kotasæluna sem síðan var tekin úr verslunum ekki vera í neinni hættu. Ávallt séu tekin sýni úr framleiðslulotum og tekin var ákvörðun um að innkalla upplagið. Aðalsteinn segir að ef hætta hafi verið á ferðum þá hafi innköllun verið gerð með mun óvægnari hætti.

Nokkrar kvartanir bárust MS vegna kotasælunnar. Aðalsteinn segir að þeir viðskiptavinir hafi fengið kaupin bætt.