KPMG í Bretlandi og á Íslandi vinnur nú að beiðni erlendra kröfuhafa að endurskoðuðu mati á virði eigna Exista við gjaldþrot. Þetta kemur fram í bréfi Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Exista, til skilanefndar Landsbankans. Þar segir hann að bráðabirgðaniðurstaða bendi til þess að endurheimtur kröfuhafa verði á bilinu 1-7%.

Sömuleiðis bendir hann á að skiptameðferð tæki aldrei skemmri tíma en 2-5 ár. ,,Sú tillaga um endurskipulagningu fjárhags Exista sem liggur fyrir og unnin var í samvinnu við KPMG á Íslandi og í Bretlandi fyrir hönd erlendu kröfuhafanna gerir ráð fyrir að endurheimtur kröfuhafa verði á bilinu 75-100% af nafnverði krafna. Er í því mati ekki tekið tillit til virðis hlutafjár sem kröfuhafar fá í sinn hlut."

Lýður segir að hvort endurheimtur verði nær neðri mörkum bilsins eða þeim efri ræðst einkum af uppgjöri gjaldmiðlaskiptasamninga milli Exista annars vegar og Kaupþings (gamla) og Glitnis (gamla) hins vegar.

Exista menn munu funda með kröfuhöfum í lok mánaðarins.