Standard Chartered, einn af stærstu bönkum Bretlands, hyggst bjóða út endurskoðunina á bankanum. Bankinn er 13. stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaðnum í London og starfa um 87 þúsund manns hjá honum. Þetta kemur fram á vef London Evening Standard .

Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir núverandi endurskoðanda bankans, KPMG, en þær koma stuttu eftir fréttir um að HSBC ákvað að ráða PwC í stað KPMG sem endurskoðandann sinn, eftir tveggja áratuga starf. Endurskoðunarfyrirtækið á að hafa fengið um 53 milljónir punda árlega í þóknanir frá bankanum, líkt og vb.is hefur áður greint frá .

KPMG hefur sinnt endurskoðun á Standard Chartered í um fjóra áratugi. Þóknanir KPMG fyrir endurskoðun á bankanum fyrir árið 2012 námu 18,7 milljónum dollara.