Baugur boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem Deidre Lo, fulltrúi enska lögfræðifyrirtækisins Capcon-Argen Ltd., fjallaði um ákærurnar á hendur fyrirtækinu. Lo fór yfir ákærurnar lið fyrir lið og þar kom meðal annars fram að endurskoðandi félagsins, endurskoðunarskrifstofan KPMG, gerði athugasemdir sem leiddu till þess að stjórnendur Baugs lögðu inn ríflega 200 milljón kr. víxil 20. maí 2002 til að gera upp útistandandi skuldir sínar gagnvart fyrirtækinu. Víxillinn bar 7% vext og var greiddur upp í september sama ár.

Blaðamannafundurinn stóð í tæpa þrjá tíma og voru fimm íslenskir lögmenn fyrirtækisins viðstaddir ásamt fjölda íslenskra og erlendra blaðamanna. Deidre Lo er lögfræðingur að mennt og sérhæfir sig í að rannsaka og skýra bókhald fyrirtækja. Hún sagðist hafa haft fjórar vikur til að setja sig inn í málið.