Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hagnaðist um 490 milljónir króna á reikningsárinu 2010. Fyrirtækið seldi samtals þjónustu fyrir 3.463 milljónir króna á árinu og jókst salan um 26 milljónir króna á milli ára. Bókfært eigið fé var 979 milljónir króna og lækkaði lítillega. Alls störfuðu 234 manns hjá KPMG í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi KPMG fyrir reikningsárið 2010.

KPMG
KPMG
© BIG (VB MYND/BIG)
Í reikningnum segir að tillaga um arðgreiðslur til hluthafanna, sem eru 29, verði lögð fram á aðalfundi félagsins. Þar kemur einnig fram að arðgreiðsla til hluthafa á árinu 2010 vegna frammistöðu ársins á undan hafi verið 454 milljónir króna, eða um 91% af hagnaði ársins 2009. Á árinu 2009 greiddu hluthafarnir sér 477 milljónir króna í arð vegna frammistöðu á árinu 2008. Sú upphæð nemur um 92% af hagnaði þess árs.