KPMG hagnaðist um tæplega 473 milljónir króna fyrir fjármagnsliði og skatta á 12 mánaða tímabili frá 1. október 2010 til 30. september 2011. Hagnaðurinn var 526 milljónir króna á sama tíma árið áður. Hagnaður ársins var 408 milljónir króna samanborið við 490 milljónir árið áður. Seld þjónusta nam 3.357 milljónum á árinu samanborið við 3.463 milljónir árið áður. Hluthafar KPMG voru 33 í lok ársins en voru 27 í byrjun þess. Á árinu 2011 voru 678 milljónir króna greiddar í arð. Eigið fé KPMG í lok árs var 749 milljónir króna.