KPMG International, sem er svissneskt félag með höfuðstöðvar í Toronto í Kanada, er með starfsemi í tæplega 160 löndum og samtals starfa um 152 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Á Íslandi eru starfsmenn KPMG um 220.

Jón Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi, segir að þó að íslenski fyrirtækjamarkaðurinn sé ekki sérlega stór sé KPMG á Íslandi með um 4.500 viðskiptavini. Í fyrirtækinu hér heima sé gríðarleg þekking og reynsla og til marks um það þá sé meðalstarfsaldurinn í kringum tíu ár. „Við erum hluti af þessari keðju sem KPMG International er og greiðum árlega fyrir það aðildar- og leyfisgjöld. Við erum mjög virk í hinu alþjóðlega samstarfi KPMG. Þangað sækjum við þekkingu, endurmenntun og ráðgjöf ef við þurfumá henni að halda.“ Auk miðlunar, þekkingar og tækni gerir KPMG International árlega gæðaúttekt á rekstrinum hér heima.

„Þessi úttekt tekur ekki bara til faglega hlutans í ráðgjöf, endurskoðun, skattamálum og uppgjörsmálum heldur líka hvernig við rekum fyrirtækið. Hingað koma fjögur til fimm teymi árlega til þess að sinna þessari vinnu og þetta hefur verið svona alveg frá því að ég byrjaði hérna og miklu lengur en það.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .