*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 24. mars 2014 22:36

KPMG opnar skrifstofu í Stykkishólmi

KPMG boðar til fræðslufundar um ferðaþjónustutengd skattamál í tilefni af opnun skrifstofu í Stykkishólmi.

Ritstjórn

Endurskoðunafyrirtækið KPMG opnar um þessar mundir skrifstofu í Stykkishólmi. Í tilefni af því býður KPMG til fróðleiksfundar um ferðaþjónustutengd skattamál í Stykkishólmi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Stykkishólmi og hefst kl. 17:00.

Meðal þess sem fjallað verður um eru ýmis flækjustig virðisaukaskatts í ferðaþjónustustu, helstu skattalagabreytingar, nýjar breytingar á reglum um reiknað endurgjald og reglum um frádrátt á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum.

Það er hægt að sjá meira um fundinn á vef KPMG. 

Stikkorð: KPMG