*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 6. febrúar 2016 08:22

KPMG orðið viðurkenndur ráðgjafi

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið samþykkt sem viðurkenndur ráðgjafi á First North markaðnum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

KMPG hefur verið samþykkt sem viðurkenndur ráðgjafi á First North markaðnum. Í því felst meðal annars að leiðbeina fyrirtækjum varðandi skráningu á markaðinn.

Að sögn Helgu Harðardóttur hjá KPMG sóttist fyrirtækið eftir því að verða viðurkenndur ráðgjafi að nýju í ljósi vaxandi áhuga á First North markaðnum. „Það var kannski ekki mikið að gera á þessum markaði, en við sjáum áframhaldandi tækifæri núna,“ segir hún.