Íslandsbanki, sem stærsti lánveitandi Ingvars Helgasonar ehf., hefur fengið endurskoðunarfyrirtækið KPMG til liðs við sig til þess að ljúka við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins að því er kemur fram í frétt frá félaginu.

Í tilkynningunni kemur fram að eignarhaldið á félaginu er óbreytt og hefur þessi ráðstöfun engin áhrif á daglegan rekstur þess.  Á síðustu  mánuðum hefur fjárhagsleg endurskipulagning farið fram undir forystu Hauks Guðjónssonar, forstjóra, og Kristins Þórs Geirssonar, stjórnarformanns.

,,Framundan er nú lokahnykkur endurskipulagningar félagsins í samstarfi Íslandsbanka, annarra kröfuhafa, KPMG og eigenda félagsins og mun Íslandsbanki fylgja þeim verklagsreglum sem bankinn hefur sett sér og fylgir í slíkum verkefnum," segir í tilkynningu.