KR-sport, rekstrarfélag íþróttafélagsins KR, var í morgun dæmt til þess að greiða þrotabúi Samson, félagi Björgólfsfeðga, 5,9 milljónir ásamt dráttarvöxtum. Þrotabú Samson fór í mál við KR vegna láns Samsonar til KR sem Björgólfur Guðmundsson breytti í styrk, í kjölfar sigurs KR í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli 4. október 2008. Þremur dögum síðar fór Samson í greiðslustöðvun, í kjölfar setningar neyðarlaganna.