JD Wetherspoon, sem rekur fjölda kráa og veitingastaða í Bretlandi, tilkynnti um verri afkomu milli ár í sex mánaða uppgjöri sem var kynnt í dag. Hagnaður fyrir skatta dróst saman um 13% og nam 28,5 milljónum punda. Stjórnendur fyrirtækisins rekja þessa lakari afkomu til reykingabanns viðlíka því sem er í gildi á Íslandi.

Áfengissala dróst saman á tímabilinu á meðan sala á mat jókst. Hærri orku- og hráefniskostnaður hafði einnig sitt að segja. Stjórnendur telja að komandi mánuðir verði að sama skapi erfiðir.

Talið er að áfengissala muni aukast smám saman aftur á næstu mánuðum, en dróst stórlega saman í kjölfar reykingabanns með áðurgreindum áhrifum á rekstur kráakeðjunnar.