Bleika  slaufan,  söfnunar- og  árvekniátak  Krabbameinsfélags  Íslands  (KÍ),  hefst  formlega  á morgun 1.  október. Hefur  félagið  sett  sér  það  markmið  að  selja  45  þúsund  slaufur  fram  til 15.  október þegar  slaufusölunni  lýkur.  Þetta  er  jafnframt  í  tíunda  sinn  sem  bleika  slaufan  er  seld  hérlendis.

Allur  ágóði  af  sölu  bleiku  slaufunnar  fer  að  þessu  sinni  til  leitarstarfs  KÍ.  Slaufan  í  ár  er hönnuð  af  Sif  Jakobs,  sem  hlotið  hefur  alþjóðlega  viðurkenningu  fyrir  skartgripahönnun sína,  og  veitti  Jóhanna  Sigurðardóttir  forsætisráðherra  fyrstu  slaufunni  viðtöku  í  dag.

Tíu  ár  eru  frá  því  að  árveknisátaki  um  brjóstakrabbamein  var  hleypt  af  stokkunum hérlendis  með  sölu  á  bleiku  slaufunni  og  hefur það  vaxið  og  dafnað  með  hverju  árinu sem  líður.

„Sala  á  bleiku  slaufunni  gekk  einstaklega  vel  í  fyrra  þrátt  fyrir  efnahagshrunið.  Þá  seldum við  ríflega  40  þúsund  slaufur  sem  gerði  okkur  kleift  að  ljúka  greiðslu  á  nýjum, stafrænum leitarbúnaði  fyrir  Leitarstöðina  og  færa  alla  skráningu  yfir  á  rafrænt  form.  Í  ár  ætlum  við að  gera enn  betur  og  selja  45.000  slaufur  og  nú  rennur  allur  ágóði  af  sölu  bleiku slaufunnar  beint  til leitarstarfsins,“  segir  Guðrún  Agnarsdóttir,  forstjóri  Krabbameinsfélags Íslands.