Skuldabréfamarkaður hefur verið líflegur í dag. Líklega er hægt að rekja það til þeirra dóma sem féllu í Hæstarétti síðastliðinn miðvikudag. Kaupkrafa á HFF skuldabréf, íbúðabréf, er um 3,3% og hefur ekki verið lægri í mörg ár. Lækkun í dag er um 15 til 19 punktar. Framboð á bréfunum er lítið og svo virðist sem eftirspurn eftir  íbúðabréfum sé mikil. Undanfarið hefur krafan verið að lækka og svo virðist sem fjárfestar séu að færa sig frá innlánum yfir í skuldabréf.