Veltan á skuldabréfamarkaði í dag nam 10,5 milljörðum króna. Mest var veltan með bréf í óverðtryggða flokknum RIKB 31, en hún var 1,9 milljarðar króna. Velta með bréf RIKS 21, verðtryggð bréf, nam 1,7 milljörðum króna og velta með RIKB 19, óverðtryggð bréf, nam 1,5 milljörðum.

Ávöxtunarkrafa hækkaði hins vegar mest á bréf í flokknum, HFF 24, sem eru verðtryggð Íbúðalánasjóðsbréf. Einnig hækkaði krafan mjög á tvo skuldabréfaflokka Lánasjóðs sveitarféalga, eða um 16 punkta og 12 punkta.

Velta á hlutabréfamarkaði í dag nam rúmum 843 milljónum króna. Mest veltan var með bréf VÍS, eða fyrir tæpar 217 milljónir króna. Næstmest viðskipti voru svo með bréf í Icelandair Group eða fyrir tæpar 148 milljónir.