Krafa Magnúsar Ólafar Garðarssonar , fyrrverandi forstjóra United Silicon, um að mál gegn þrotabúi Sameinaðs Sílikons hf. verði endurupptekið hefur verið hafnað. Magnús þarf að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað.

Vísað er til máls E-2318/2019 sem dæmt var í 14. maí síðastliðinn en krafan bars 12. júní. Magnús krafðist þess að dómur málsins verði endurupptekinn en Sameinaðs Sílikons hf. (United Silicon) sem rekur kísilverksmiðju í Helguvík, mótmælti því.

Stefnandi krafðist sýknu af kröfum United Silicon en því var hafnað. Ástæðuna má rekja til þess að í endurupptökubeiðni er í engu getið um þær málsástæður sem sóknaraðili ætlar að byggja kröfur sínar á. Í engu er getið um réttarheimildir sem sóknaraðili ætlar að byggja á né á hvaða sönnunargögnum krafa hans sé byggt.

Eru skilyrði 1.  mgr. 138.  gr.  laga  nr.  91/1991  um  meðferð  einkamála um endurupptöku dæmds  eða  áritaðs máls því  ekki uppfyllt og ber því að hafna kröfu sóknaraðila. Því að greiðir Magnús 350 þúsund krónur í málskostnað.