Nýsköpun alls staðar – tækifærin í fjárlagafrumvarpinu 2011
Nýsköpun alls staðar – tækifærin í fjárlagafrumvarpinu 2011
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ávöxtunarkrafan á skuldabréf ríkissjóðs í dollurum, sem gefin voru út um miðjan júní, hefur hækkað lítillega undanfarna daga. Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku hafði krafan þá lækkað um 27 punkta, úr 5,01% í 4,74% síðan bréfin voru gefin út, en í gær var hún skráð 4,812% hjá Bloomberg.

Raunar hækkaði krafan meira undir lok síðustu viku og fór upp fyrir 4,85% þannig að hún hefur lækkað lítillega á ný í þessari viku. Samtímis hefur skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs hækkað eitthvað á milli vikna. Fyrir viku síðan var það 244 punktar en var 258 punktar í gær eftir að hafa farið í 261 punkt á þriðjudag.