Vaxtaferill óverðtryggðu ríkisbréfanna er orðinn nokkuð hallandi á ný, að því er kemur fram í fréttabréfi IFS Greiningar frá því í morgun. Samkvæmt bréfinu er munurinn kröfunnar á lengsta og stysta bréfinu er 43 punktar eftir viðskipti síðustu viku.

Krafan á þremur lengstu óverðtryggðu ríkisbréfunum hækkaði um 32-41 punkta í síðustu viku þrátt fyrir 25 punkta lækkun stýrivaxta hjá Seðlabankanum á síðastliðinn miðvikudag.

„Þá hækkaði krafan á lengsta verðtryggða ríkisbréfinu RIKS 30 um 4 pkt. í viðskiptum föstudagsins,“ segir enn fremur í umfjöllun IFS Greiningar um viðskipti á skuldabréfamarkaði í síðustu viku.