Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf Ítalíu hefur lækkað á undanförnum átta vikum vikum og nú er hún komin niðurf yrir kröfuna á samsvarandi skuldabréf spænska ríkisins en það hefur ekki gerts frá því ágúst í fyrra. Vextir á 10 ára skuldabréf ítalska ríkisins lækkuðu um 58 punkta eða 0,58% í vikunni í 4,89% en vextir á samsvarandi spænsk ríkisbréf fóru upp fyrir þau ítölsku í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin hækkaði viðmið sitt um halla á fjárlögum úr 4,4% í 5,8%.