Dollarar
Dollarar
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ávöxtunarkrafa á nýútgefin skuldabréf ríkissjóðs í bandarískum dollurum var skráð 4,723% hjá upplýsingaveitunni Bloomberg í gær og hefur hún aðeins einu sinni verið lægri síðan byrjað var skipta með bréfin á eftirmarkaði hinn 13. júní sl. Hinn 6. júlí sl. var krafan skráð 4,718%.

Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku hafði krafan þá hækkað lítillega miðað við vikurnar á undan en nú hefur hún sem sagt lækkað á ný.

Þá hefur verð á skuldabréfunum hækkað enda er samband verðs og ávöxtunarkröfu neikvætt. Samhliða þessu hefur skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs lækkað og er það nú 247 punktar.