*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 19. febrúar 2014 08:41

Krafin um 366 milljónir í Stím-málinu

Lögmaður slitastjórnar Glitnis var beðinn um að íhuga málatilbúnað í skaðabótamáli. Einn var ákærður tvisvar.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og fjórir aðrir sakborningar sem slitastjórn Glitnis stefni í Stím-málinu svokallaða, eru krafðir um greiðslu á 366 milljónum króna. Þetta eru eftirstöðvar láns upp á 725 milljónir króna sem Stími var veitt í janúar árið 2008. Félagið keypti hlutabréf í FL Group og Glitni fyrir tugi milljarða króna. FL Group var stærsti hluthafi Glitnis á þeim tíma sem lánið var veitt og viðskiptin fóru fram. Glitnir átti jafnframt 32,5% hlut í Stími. 

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að lögmaður slitastjórnar Glitnis var við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær beðinn um að íhuga málatilbúnað alvarlega í skaðabótamáli sem höfðað var vegna lánveitingar til félagsins vegna þess að sérstakur saksóknari hefur ákært aðeins einn af fimm stefndu vegna sömu lánveitingar.

Slitastjórn Glitnis stefndi þeim Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, Guðnýju Sigurðardóttur, fyrrverandi viðskiptastjóra Glitnis, og Jakobi Valgeiri Flosasyni og Þorleifi Stefáni Björnssyni, sem voru stjórnarmenn í Stími. Í ákæru sérstaks saksóknara er Lárus Welding einn kærður. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is