Bandaríska fjármálafyrirtækið BCW Securities LLC hefur krafið Icelandic Water Holdings um 4,755 milljónir dollara, um 620 milljónir króna í ógreidda þóknun fyrir að hafa komið á tengslum við BlackRock vegna 35 milljóna dollara láns, um 4,5 milljarða króna sem Blackrock US Private Credit veitti Icelandic Water Holdings árið 2019.

Icelandic Water Holdings selur vatn í flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Lánveiting BlackRock, sem er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, var hluti af 8 milljarða króna fjármögnun Icelandic Water Holdings þar sem hluthafar nýttu breytirétt á skuldabréfum upp á um 3,5 milljarða króna og breyttu í hlutafé.

Sjá einnig: „Vöxturinn langt umfram aðra“

Í ársreikningi Icelandic Water Holdings segir að málið sé fyrir gerðardómi í Bandaríkjunum en bæði Icelandic Water Holdings og BlackRock séu þeirrar skoðunar að BCW eigi ekki inni neina viðbótarþóknun þar sem fjármögnunin sé flokkuð með sama hætti og bankalán.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .