Sum af þeim fyrirtækjum sem selja skuldatryggingar í íslenskum bönkum eru farnir að krefjast í fyrsta sinn að fjárfestar borgi fyrirfram ef þeir ætla að kaupa sér vörn gegn því að bankar hér á landi verði gjaldþrota.

Þetta kemur fram í umfjöllun sem birtist á vef  tímaritsins Forbes.

Í greininni er fjallað um hvaða neikvæðu áhrif óróinn á fjármálamörkuðum og óvissan um björgunaraðgerð bandarískra stjórnvalda hefur á hagkerfi nýmarkaðsríkja.

Lánsfjárþurrðin og staðan helstu fjármálastofnanna heims hefur ýtt upp skuldatryggingaálagi nýmarkaðsríkja og það hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á lánakjör þeirra fyrirtækja sem starfa innan landamæra þeirra.

Í greininni er vísað til skrifa sérfræðinga RBC um að áframhaldandi dýpkun lánsfjárkreppunnar magni upp áhyggjur um að erfiðara verði fyrir íslensku bankanna að fjármagna sig á næsta ári.

Rætist það sé lítil ástæða til þess að vona að gengi krónunnar muni styrkjast á ný en flestum ætti að vera kunnugt um að það hefur hrunið það sem af er ári.