Engar eignir voru til upp í kröfur þrotabús fyrirtækisins Thor Energy Zolutions. Fyrirtækið framleiddi vetnisbúnað fyrir bensín­ og dísilvélar. Búnaður var sagður kraftaverki líkastur enda átti hann að auka afl véla og minnka eldsneytiseyðslu um 30% að meðaltali auk þess að draga úr mengun um allt að 80%. Búnaðurinn átti að vera rafgrein­ingartæki sem skildi að vetnis­ og súrefnisfrumeindirnar í venjulegu vatni.

Fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2012 að Thor Energy Zolutions tapaði 785.724 króna árið 2012. Eignir námu 2,9 milljónum króna. Þar af var virðisaukaskattsinneign upp á 2,4 milljónir í lok árs 2012. Skuldir fyrirtækisins námu 29,8 milljónum króna og voru þær nær allar viðskiptaskuldir. Eigið fé var því nei­kvætt um 27 milljónir króna.

Eins og fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins um búnaðinn fyrir síðustu jól var komu fram frétt­ir um að ef til vill væri ekki inn­istæða fyrir þessum loforðum forsvarsmanna Thor Energy Zolutions. Fé­lag íslenskra bifreiðaeigenda dró t.d. mjög í efa eiginleika búnaðarins og sparnaðurinn sagður óhugandi.

Svo fór að félagið Thor Energy Zolutions var úrskurðað gjaldþrota í nóvember í fyrra.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag skiptum þrotabúsins lauk 27. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröfur námu 426.814 krónur og voru engar eignir til upp í kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.