*

föstudagur, 22. janúar 2021
Erlent 25. nóvember 2020 15:37

Kraftbjóraklúbbur í útrás

Kraftbjóraklúbburinn Beer52 leitar að fjárfestum til að slást í eigendahópinn til að styðja við alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kraftbjóraklúbburinn Beer52 sem er með um 200 þúsund manns í áskriftarþjónustu hyggst nýta sér meðbyrinn sem COVID-19 faraldurinn hefur veitt sprotafyrirtækinu með því að sækja sér aukið fjármagn. Sky greinir frá þessu.

Segja heimildarmenn Sky að Fraser Doherty og James Brown, stofnendur Beer52, séu í leit að nýjum fjárfestum til að slást í eigendahópinn og styðja þannig við alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins. Heimaborg fyrirtækisins er í Edinborg, Skotlandi.

Hafa þeir félagar ráðið fjárfestingabankann Houlihan Lokey til að sjá um að sækja áhugasama fjárfesta.  

Eftirspurn eftir bjórum í áskrift hefur aukist verulega á veirutímum, þar sem börum hefur víða um heim verið gert að loka vegna sóttvarnarráðstafana. Áskrifendur Beer52 fá í hverjum mánuði senda kraftbjóra heim að dyrum frá hinum ýmsu löndum og brugghúsum.

Stikkorð: bjór COVID-19 Beer52