Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru af stað með krafti í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti í morgun, segir greiningardeild Glitnis

?Ávöxtunarkrafa HFF14 lækkaði um 10 punkta strax á fyrstu mínútunum sem markaðurinn opnaði og krafa annarra flokka íbúðabréfa lækkaði einnig. Lítil viðskipti voru með óverðtryggð bréf en ávöxtunarkrafa RIKB10 lækkaði lítillega í byrjun dags.

Við útgáfu Peningamála seinna um morguninn gekk hins vegar lækkun ávöxtunarkröfu til baka og hefur hún hækkað, bæði á verðtryggða og óverðtryggða ferlinum. Það kom nokkuð sterkt fram af hálfu Seðlabankans að þeir teldu að væntingar um lækkun stýrivaxta á næstunni væru óraunhæfar og benda viðbrögð á markaði til þess að fjárfestar telji nú að stýrivöxtum verði haldið lengur háum en áður var gert ráð fyrir," segir greiningardeildin.