Stöðugleiki einkennir heimshagkerfið að meðaltali þótt vísbendingar eru um að dregið hafi úr kraftinum í júlí. Landsframleiðsla hefur dregist saman í Japan og krafturinn að hverfa úr þýska stálinu. Nýjustu hagvísar Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) benda til að hægingu megi merkja í 33 löndum.

Reuters-fréttastofan bendir á að stöðugleiki ríki þegar hagvísitalan stendur í 100. Hún hefur nú staðið í kringum 100,5 stigum síðan í nóvember í fyrra.

Einstök ríki eru hins vegar öðru hvoru megin við 0-ásinn. Í Þýskalandi lækkaði vísitalan á mili mánaða og fór úr 100,24 stigum í júní í 99,98 í júlí. Til samanburðar er hún 99,86 stig í Japan. Í júní stóð hún í 100,12 stigum. Þá stendur vísitalan í 100,62 stigum í Bandaríkjunum sem er 0,6 stigum meira en í júní. Þetta var fimmti mánuðirinn í röð þar sem greina má batamerki. Jákvæð merki má jafnframt greina í Kanada og á Ítalíu. Fínar vísbendingar berast líka frá Kína en þar fór vísitalan úr 98,99 stigum í 99,08 stig. Vísitalan hækkaði líka í Rússlandi og á Indlandi. Hagvísirinn á evrusvæðinu stendur svo í 100,83 stigum sem merkir að stöðugleiki hafi ríka á myntsvæðinu.