Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í þjónustudeild Kraftvéla ehf. Axel Ólafsson sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustudeilda hjá Kraftvélum mun láta af því starfi frá og með 1. júlí nk. og taka við starfi aðstoðar framkvæmdastjóra hjá KFD AS, systurfyrirtæki Kraftvéla í Danmörku.

Axel hefur starfað sl. fimm ár hjá Kraftvélum, hann er verkfræðingur  og með MBA gráðu í viðskiptum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að samhliða brotthvarfi Axels verða gerðar þær skipulagsbreytingar hjá Kraftvélum að starf framkvæmdastjóra þjónustudeilda verður lagt niður.

Verkefnin færast annars vegar til Hinriks Sigurjónssonar, sem verður þjónustustjóri og mun stýra verkstæðis- og tæknimálum og hinsvegar til Sigvalda Guðmundssonar innkaupa- og birgðastjóra, sem mun stýra varahlutaverslun og bera ábyrgð á innkaupum og birgðastýringu.

Hinrik er vélvirki og hefur starfað hjá Kraftvélum sl. 10 ár sem tækniráðgjafi. Sigvaldi er viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá fyrirtækinu í rúm tvö ár. Þeir munu báðir heyra beint undir framkvæmdastjóra fyrirtækisins.