Þorfinnur Unnar Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá KFD A/S sem er umboðsaðili fyrir Komatsu vinnvélar í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi og systurfélag Kraftvéla ehf. Hann mun hefja störf þann 1. apríl n.k.

Þorfinnur tekur við af Matthíasi Matthíassyni fyrrum meðeiganda í fyrirtækinu sem seldi sinn hlut nýverið til Ævars Þorsteinssonar.

Þorfinnur er verkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg og með MBA frá Henley Business School, hann er með mikla reynslu í stjórnun og hefur unnið og búið í Frakklandi, Noregi og á Íslandi. Hann er 45 ára og búsettur í Árhúsum í Danmörku.

Hann þekkir vel til KFD A/S, því hans fyrstu kynni af fyrirtækinu voru þegar hann vann sem ráðgjafi framkvæmdastjórnar við stefnumótun í fyrirtækinu fyrir 5 árum síðan .

Þorfinnur hefur starfað sem yfirmaður hjá KFD A/S undanfarin 3 ár og sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra sl. 20 mánuði.

Á síðustu 5 árum hafa orðið miklar breytingar á KFD A/S, fyrirtækið hefur vaxið hratt og tvöfaldað sína markaðshlutdeild ásamt því að vera leiðandi á vinnuvélamarkaði í Danmörku.

Komatsu er stærsti framleiðandi á heimsmælikvarða á vinnuvélum og annar stærsti í framleiðslu á jarðvinnuvélum.

Starfsfólk KFD samanstendur af hæfum og viljugum einstaklingum sem hafa gert fyrirtækið að því sem það er í dag.

KFD A/S er systurfyrirtæki Kraftvéla ehf sem er umboðsaðili fyrir Komatsu vinnuvélar á Íslandi.