Stjórn Húnakaupa hf. hefur ákveðið að taka tilboði Kráks ehf. í verslunarrekstur byggingavörudeildar Húnakaupa hf. á Blönduósi. Þetta kemurfram í frétt vefmiðilsins Húnahornið. Undir rekstur byggingavörudeildarinnar hefur fallið sala og þjónusta á byggingavörum, heimilistækjum og búvörum s.s. áburði og fóðri.

Í fréttatilkynningu frá Húnakaupum segir að rekstur deildarinnar hafi dregist saman undanfarin ár samhliða vaxandi samkeppni á starfssvæði félagsins og sé reksturinn óviðunandi á þessu ári. Krákur ehf. sem er í eigu Lárusar Jónssonar, fyrrum deildarstjóra byggingavörudeildar Húnakaupa mun taka við rekstri deildarinnar nú um áramótin og mun verslunin verða rekin undir nafni Kráks.

Byggt á frétt Húnahornsins, www.huni.is