Breskar krár eru að loka í auknum mæli en að meðaltali hafa 31 krá lokað í hverri viku undanfarna mánuði. Auk þess hafa 3% af krám í úthverfum verið lokað á síðustu sex mánuðum.

Hópur mótmælenda vill vinna gegn þessu með því að breyta lögunum svo erfiðara sé að fá byggingarleyfi til að breyta krám í verslanir.

Milli janúar og júní árið 2009 var mesta fækkun á krám en þá lokuðu að meðaltali 52 krár á viku. Um þessar mundir eru 54.590 krár í Bretlandi.

Bjórframleiðandinn Camra stendur nú fyrir hátíð þar sem eru yfir 50.000 gestir og vonast aðstandendur þess til að hvetja þáttakendur hátíðarinnar til að styðja við breytingu á lögunum. Nú þegar hafa 50 meðlimir á breska þinginu stutt tillöguna.

Áætlað er að krárnar í Bretlandi veiti einni milljón manna vinnu á hverju ári og skili að meðaltali 80.000 pundum, eða sem nemur tæpum 16 milljónum króna, til hagkerfi bæjarins þar sem kráin er staðsett.