Eins og fjallað hefur verið um hér áður var Samuel Israel III dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að draga að sér fé frá viðskiptavinum vogunarsjóðsins Bayou Group.

Þegar kom að því að Israel ætti að gefa sig fram mætti hann hins vegar ekki. Húsbíll hans fannst yfirgefinn á brú með þeim skilaboðum að hann hefði framið sjálfsmorð. Lögregluna grunaði hins vegar strax að sjálfsmorðið væri sett á svið. Ekkert lík hefur fundist, og lögreglan fékk loksins haldbærar upplýsingar um að um sviðsetningu væri að ræða nýlega.

Kærasta Israels, Debra Ryan, hefur gefið sig fram og segist hafa hjálpað honum að undirbúa flóttann. Hún og Israel pökkuðu búslóð í húsbíl fyrir hann og hann stakk svo af á bílnum. Lögreglan hefur nú dreift mynd af húsbílnum og númeraplötu hans.

Israel er því á flótta á húsbíl, sem hljóta að vera nokkur tilbrigði en áður en hinn langi armur laganna náði tökum á honum bjó hann í húsnæði sem hann leigði af Donald Trump, fyrir 32.000 Bandaríkjadali á mánuði (rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna).

Debra hefur verið ákærð fyrir að hjálpa flóttamanni.

Frá þessu er greint á vef MSNBC.