*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 2. júlí 2018 18:01

Kreditkort færir sig yfir á netið

Þann 6. júlí næstkomandi mun fyrirtækið Kreditkort, sem hefur aðsetur í Ármúlanum, loka og færa starfsemi sína yfir á netið.

Ritstjórn
Kreditkort sem hefur aðsetur í Ármúlanum mun loka og færa starfsemi sína alfarið yfir á netið.
Haraldur Guðjónsson

Þann 6. júlí næstkomandi mun fyrirtækið Kreditkort sem hefur aðsetur í Ármúlanum loka og færa starfsemi sína alfarið yfir á netið. 

Fyrirtækið sem er í eigu Íslandsbanka mun framvegis styðjast við rafrænar lausnir við alla afgreiðslu tengda kortaumsýslu til að byggja upp og bæta þjónustuna. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Starfsmenn Kreditkorts munu flytja yfir í höfuðstöðvar Íslandsbanka.

„Í Kreditkortsappinu má alltaf sjá rauntímastöðu, breyta heimild, nálgast PIN númer og fleira. Það sama gildir um vef okkar, kreditkort.is, þar sem öll þjónusta fer fram gegnum Mínar síður. Við bendum á að reikninga má greiða í öllum bankaútibúum á  Íslandi og að sjálfsögðu verður síminn okkar áfram opinn frá 8:30–17 alla virka daga, auk þess sem neyðarnúmer er alltaf virkt. Viðskiptavinir eru hvattir til að heyra í okkur ef þeir hafa einhverjar spurningar í tengslum við þessar breytingar," segir í tilkynningu frá félaginu. 

Stikkorð: Íslandsbanki Kreditkort